„Þetta heldur náttúrulega engu vatni“

Víglundur Þorsteinsson.
Víglundur Þorsteinsson. mbl.is/Kristinn

„Fyr­ir það fyrsta staðfest­ir skýrsl­an mín­ar grunn­fram­setn­ing­ar um að Fjár­mála­eft­ir­litið hand­lagði og fram­kvæmdi eigna­upp­töku á út­lán­um í gömlu bönk­un­um til þess að standa und­ir skuld­bind­ing­um þeirra nýju og lét meta til verðs þær eign­ir þegar þær voru færðar í nýju bank­ana. Í ann­an stað er staðfest að mats­ferlið, sem ég hélt fram að hefði verið til staðfest­ing­ar á frummati Fjár­mála­eft­ir­lits­ins, hjá Deloitte LLP í London hafi farið fram og skilað niður­stöðu.“

Þetta seg­ir Víg­lund­ur Þor­steins­son lög­fræðing­ur í sam­tali við mbl.is um skýrslu Brynj­ars Ní­els­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins og vara­for­manns stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar Alþing­is, sem lögð var fyr­ir nefnd­ina í dag, en skýrsl­an fjall­ar um ásak­an­ir Víg­lunds um að stjórn­völd hafi staðið með ólög­mæt­um hætti að mál­um þegar samið var um skipt­ingu nýju og gömlu bank­anna í kjöl­far banka­hruns­ins. Brynj­ar kemst að þeirri niður­stöðu að ekk­ert bendi til þess að beitt hafi verið skipu­lögðum blekk­ing­um og svik­um í þágu hags­muna kröfu­hafa bank­anna gegn hags­mun­um rík­is­ins eða ein­staka skuld­ara né aðfarið hafi verið gegn lög­um.

„Síðan skil­ur á milli í lög­skýr­ing­um þegar komið er á þann punkt. Ég hef sagt að það hafi eng­inn ann­ar en Fjár­mála­eft­ir­litið vald­heim­ild­ir sam­kvæmt neyðarlög­un­um til þess­ara hluta og neyðarlög­in kveða ekki á um að nein­ir aðrir hafi slík­ar heim­ild­ir. Í skýrsl­unni er farið svona skrít­in slau­fu­lög­skýr­ing sem geng­ur út á það í stuttu máli að Fjár­mála­eft­ir­lit­inu hafi verið kunn­ugt um að fjár­málaráðuneytið var byrjað í samn­ing­um við er­lendu kröfu­haf­ana í bank­ana um mál­in, meðal ann­ars með til­liti til þess að þeir myndu taka yfir nýju bank­ana. Og þar sem Fjár­mála­eft­ir­litið hafi ekki skipt sér af því þá jafn­gildi það samþykki eft­ir­lits­ins við gjörðum fjár­málaráðherr­ans. Þetta held­ur nátt­úru­lega engu vatni enda eru eng­ar heim­ild­ir í neyðarlög­un­um fyr­ir því að Fjár­mála­eft­ir­litið fram­selji sitt vald,“ seg­ir Víg­lund­ur.

Kom­ist sé að þeirri niður­stöðu á grund­velli þess­ar­ar lög­skýr­ing­ar að ekk­ert hafi verið at­huga­vert við fram­haldið. „En það bara skil­ur á milli með okk­ur því ég segi að af því að fjár­málaráðherra hafði ekki heim­ild­irn­ar var allt fram­haldið ólög­mætt. En síðan kem­ur hann í lok­in með hug­leiðing­ar um að það kunni nú eitt­hvað að hafa verið óeðli­legt þarna sem þurfi hugs­an­lega að rann­saka.“ Víg­lund­ur seg­ist í fram­hald­inu ætla að skila inn form­legri um­sögn um skýrslu Brynj­ars til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar og reikn­ar með að það gæti orðið um miðjan mars.

„En í stór­um drátt­um staðfest­ir skýrsl­an meg­inþætti þess sem ég hef verið að segja nema að menn snúa einni lög­skýr­ingu á hvolf að mínu mati til þess að kom­ast að þeirri niður­stöðu að ekk­ert mis­jafnt hafi átt sér stað. En um leið er aft­ur snúið til baka og sagt að ef eitt­hvað mis­jafnt hafi átt sér stað þurfi kannski að rann­saka það.“

Frétt mbl.is: Eng­ar skipu­lagðar blekk­ing­ar og svik

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert