Grunnlaun eru 62,7% af meðaltekjum

Skurðlæknar við störf
Skurðlæknar við störf mbl.is/Eggert

Föst grunnlaun skurðlækna á mánuði fyrir árið 2014 voru að meðaltali 858.405 krónur og meðallaun þeirra alls á mánuði reiknast 1.470.777 krónur.

Þetta kemur fram í svari heilbrigðisráðherra, Kristjáns Þórs Júlíussonar, við fyrirspurn Jón Þórs Ólafssonar, þingmanns Pírata, um launagreiðslur lækna.

Í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að föst grunnlaun almennra lækna og kandídata á mánuði fyrir árið 2014 voru að meðaltali 694.904 krónur og samtals voru meðallaun þeirra á mánuði 1.096.118 krónur. Hlutfall grunnlauna af heildarmeðaltekjum lækna; almennra lækna, skurðlækna og kandídata, á Landspítalanum reyndist vera 63,90 % fyrir árið 2013 og 62,70% árið 2014.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert