Loks gert ráð fyrir báðum kynjum

Lengi hefur verið þörf fyrir slökkviliðsstöð í Mosfellsbæ eða frá því elstu menn muna. Ný stöð var tekin í gagnið í dag og fór mbl.is í skoðunarferð með slökkviliðsstjóra höfuðborgarsvæðisins. Meðal nýjunga er kvennaklefi en áður fyrr var ekki gert ráð fyrir að konur gegndu starfi slökkviliðsmanns.

Í meðfylgjandi myndskeiði má sjá nýju stöðina og viðtal við Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóra, sem segir að það leggist afskaplega vel í mannskapinn að ná þeim áfanga að opna stöð í Mosfellsbæ.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert