Rangar og skaðlegar ákvarðanir en ekki lögbrot

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. mbl.is/Árni Sæberg

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráðherra, seg­ist ekki hafa full­yrt að lög hafi verið brot­in þegar nýju bank­arn­ir voru stofnaðir eft­ir hrun þeirra gömlu held­ur að rang­ar og skaðleg­ar ákv­arðanir hafi verið tekn­ar. Hann seg­ir enn ástæðu til að rann­saka málið frek­ar.

Árni Páll Árna­son, formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, spurði for­sæt­is­ráðherra í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurn­ar­tíma á Alþingi út í af­ger­andi yf­ir­lýs­ing­ar í kjöl­far ásak­ana sem Víg­lund­ur Þor­steins­son setti fram á hend­ur síðustu rík­is­stjórn­ar vegna þess hvernig staðið var að skipt­ingu eigna og skulda á milli nýju og gömlu bank­anna.

Spurði hann út í af­stöðu for­sæt­is­ráðherra í ljósi skýrslu Brynj­ars Ní­els­son­ar þar sem niðurstaðan var sú að eng­um svik­um eða blekk­ing­um hafi verið beitt til hags­bóta fyr­ir kröfu­hafa föllnu bank­anna, lög hafi ekki verið brot­in og að skuld­astaða rík­is­sjóðs væri verri ef ekki hefði verið fyr­ir aðgerðirn­ar.

Ráðherr­ann svaraði því til að hann væri sam­mála Brynj­ari um að ástæða væri til að rann­saka málið frek­ar. Hann hafi hins veg­ar ekki full­yrt að lög hafi verið brot­in, aðeins að rang­ar og skaðleg­ar póli­tísk­ar ákv­arðanir hafi verið tekn­ar sem hafi miðast af því að koma til móts við er­lenda kröfu­hafa. Ekki þurfi að líta til gagna sem Víg­lund­ur lagði fram um það held­ur dygði að líta í skýrslu Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, þáver­andi fjár­málaráðherra, um end­ur­reisn bank­anna.

Skuld­ar­ar horfi upp á það að skuld­ir þeirra hafi verið færðar til nýju bank­anna með mikl­um af­slætti án þess að þeir njóti neins ágóða af því. Upp­safnaður hagnaður bank­anna væri um 300 millj­arðar króna, meðal ann­ars af völd­um þess­ar af­slátt­ar. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hafi bent á það á sín­um tíma að þarna væru menn að missa af tæki­færi og verðmæt­um sem ætti með réttu að nýta til að koma til móts við skuld­ara.

Ró­bert Mars­hall, þingmaður Bjartr­ar framtíðar, spurði þá hvernig for­sæt­is­ráðherra teldi að ætti að rann­saka málið, hvort vísa ætti því til lög­reglu eða skipa rann­sókn­ar­nefnd um það. Sig­mund­ur Davíð svaraði því til að hann boðaði ekki rann­sókn­ir í stíl við þær rann­sókn­ir sem síðasta rík­is­stjórn boðaði um að refsa mönn­um fyr­ir póli­tísk­ar ákv­arðanir. Hann væri aðeins að tala um að menn lærðu af mis­tök­um svo þeir gætu unnið öðru­vísi ef upp kæmu sam­bæri­leg­ar aðstæður síðar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert