Vilja áfrýja dómi Hannesar

Hannes Smárason ásamt verjanda sínum við aðalmeðferð málsins í janúar.
Hannes Smárason ásamt verjanda sínum við aðalmeðferð málsins í janúar. mbl.is/Þórður

Embætti sérstaks saksóknara hyggst leggja til að dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Hannesar Smárasonar verði áfrýjað, en dómstóllinn sýknaði í morgun Hannes af ákæru um fjárdrátt í Sterling-málinu svokallaða.

Hannes var ákærður fyrir að hafa án heimildar stjórnenda FL Group látið millifæra fjármuni sem námu 2,87 milljörðum króna af reikningi félagsins á reikning eignarhaldsfélagsins Fons árið 2005.

„Ég er búinn að kynna mér dóminn og við gerum fastlega ráð fyrir að okkar tillaga til ríkissaksóknara verði að áfrýja þessu máli,“ segir Finnur Þór Vilhjálmsson, saksóknari hjá embætti sérstaks saksóknara, í samtali við mbl.is. 

Finnur segir að tillagan verði lögð fram á fundi með ríkissaksóknara sem tekur svo endanlega ákvörðun varðandi áfrýjun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert