Brotist inn í Götusmiðjuna í nótt

Tækið var enn í umbúðunum þegar því var stolið og …
Tækið var enn í umbúðunum þegar því var stolið og er það glænýtt. Ljósmynd/Guðmundur Týr Þórarinsson

Brotist var inn í húsnæði Götusmiðjunnar að Stórhöfða í Reykjavík í nótt og nýju sjónvarpi stolið. Skemmdir voru unnar á hurð og glugga til að komast inn í húsnæðið og segir Guðmundur Týr Þórarinsson forstöðumaður menn hafa ákveðnar grunsemdir um hver hafi þarna verið á ferðinni.

Tækið var ónotað og enn í umbúðunum þegar því var stolið en það var gjöf frá Minningarsjóði Lofts Gunnarssonar. Búið er að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu.

Guðmundur, oftar kallaður Mummi, segir tjónið mikið fyrir þjónustumiðstöðina sem hafi ekki úr miklum peningum að spila. Hann hvetur þann sem braust inn og tók sjónvarpstækið að skila því aftur og þá verði engir eftirmálar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert