Hnúfubakurinn sem merktur var með gervihnattasendi í Eyjafirði 10. nóvember í haust heldur enn striki sínu suður á bóginn.
Merkið hefur reglulega sent upplýsingar um ferðir hvalsins í 101 dag og hefur dugað betur en slík merki hafa áður gert. Merkin festast misvel í dýrunum þegar þeim er skotið í þau og þau geta losnað í daglegu amstri þeirra.
Hvalurinn hefur haldið mjög ákveðinni stefnu alla farleiðina og virðist stefna á austurhluta Karíbahafsins, en þar eru þekktar æxlunarstöðvar hnúfubaks. Enn á hann þó eftir um 500 sjómílur þangað.