Örfáir ánægðir með ástandið

Herjólfur.
Herjólfur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Rétt rúmlega eitt prósent íbúa Vestmannaeyja er mjög ánægður með núverandi sjósamgöngur á milli lands og Eyja. Ef þeir eru teknir með sem eru frekar ánægðir þá hækkar hlutfallið upp í 3,8%. Að sama skapi eru 88% bæjarbúa óánægðir með núverandi fyrirkomulag.

Þetta kemur fram í skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir fréttavefinn Eyjar.net. Hringt var í fimm hundruð íbúa Vestmannaeyja og var svarhlutfallið 63,6%.

Meira en helmingur þeirra sem tóku afstöðu, eða 51,9%, sögðust mjög óánægðir með núverandi fyrirkomulag og fer hlutfallið upp í 88,1% þegar þeir eru teknir með í reikninginn sem eru frekar óánægðir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert