Örfáir ánægðir með ástandið

Herjólfur.
Herjólfur. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Rétt rúm­lega eitt pró­sent íbúa Vest­manna­eyja er mjög ánægður með nú­ver­andi sjó­sam­göng­ur á milli lands og Eyja. Ef þeir eru tekn­ir með sem eru frek­ar ánægðir þá hækk­ar hlut­fallið upp í 3,8%. Að sama skapi eru 88% bæj­ar­búa óánægðir með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag.

Þetta kem­ur fram í skoðana­könn­un sem MMR gerði fyr­ir frétta­vef­inn Eyj­ar.net. Hringt var í fimm hundruð íbúa Vest­manna­eyja og var svar­hlut­fallið 63,6%.

Meira en helm­ing­ur þeirra sem tóku af­stöðu, eða 51,9%, sögðust mjög óánægðir með nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag og fer hlut­fallið upp í 88,1% þegar þeir eru tekn­ir með í reikn­ing­inn sem eru frek­ar óánægðir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert