Vill rannsókn erlendra aðila

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson.

Sig­mund­ur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráðherra hyggst mæla fyr­ir því á Alþingi að gerð verði óháð rann­sókn á skýrslu Brynj­ars Ní­els­son­ar, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um er­indi Víg­lund­ar Þor­steins­son­ar vegna stýr­i­n­efnd­ar stjórn­valda um samn­inga við er­lendu kröfu­hafa bank­anna árið 2009 og fleira.

Þetta sagði Sig­mund­ur Davíð í morg­unút­varpi Bylgj­unn­ar í morg­un. Hann sagði að Brynj­ar hefði tekið að sér að afla gagna fyr­ir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is og í kjöl­far þess hafi hann lagt til að málið yrði rann­sakað áfram enda ým­is­legt sem þurfi að skoða. „ÉG held að það sé æski­legt og mjög nauðsyn­legt að fylgja því eft­ir með þeim hætti,“ sagði Sig­mund­ur Davíð.

Frétt mbl.is: Eng­ar skipu­lagðar blekk­ing­ar og svik

Hann sagði málið skipta veru­legu máli til að leitt verði í ljós hvaða mis­tök voru hugs­an­lega gerð og hvað læra megi af þeim. Þá geti þetta haft áhrif á þá stöðu sem uppi er, því enn eigi eft­ir að gera upp slita­bú bank­anna. Hafi mis­tök verið gerð þá styrki það stöðu bank­ana gagn­vart slita­bú­un­um. Mik­il­vægt sé að leiða í ljós að ekki hafi aðeins vel verið komið fram við bank­anna held­ur hafi menn bein­lín­is lagt sig fram við að þókn­ast þeim.

Frétt mbl.is: Stór­felld svik og blekk­ing­ar

Sig­mund­ur sagði æski­legt að fá er­lenda aðila til að rann­saka málið og að hann muni mæla með því.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert