Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hyggst mæla fyrir því á Alþingi að gerð verði óháð rannsókn á skýrslu Brynjars Níelssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, um erindi Víglundar Þorsteinssonar vegna stýrinefndar stjórnvalda um samninga við erlendu kröfuhafa bankanna árið 2009 og fleira.
Þetta sagði Sigmundur Davíð í morgunútvarpi Bylgjunnar í morgun. Hann sagði að Brynjar hefði tekið að sér að afla gagna fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis og í kjölfar þess hafi hann lagt til að málið yrði rannsakað áfram enda ýmislegt sem þurfi að skoða. „ÉG held að það sé æskilegt og mjög nauðsynlegt að fylgja því eftir með þeim hætti,“ sagði Sigmundur Davíð.
Frétt mbl.is: Engar skipulagðar blekkingar og svik
Hann sagði málið skipta verulegu máli til að leitt verði í ljós hvaða mistök voru hugsanlega gerð og hvað læra megi af þeim. Þá geti þetta haft áhrif á þá stöðu sem uppi er, því enn eigi eftir að gera upp slitabú bankanna. Hafi mistök verið gerð þá styrki það stöðu bankana gagnvart slitabúunum. Mikilvægt sé að leiða í ljós að ekki hafi aðeins vel verið komið fram við bankanna heldur hafi menn beinlínis lagt sig fram við að þóknast þeim.
Frétt mbl.is: Stórfelld svik og blekkingar
Sigmundur sagði æskilegt að fá erlenda aðila til að rannsaka málið og að hann muni mæla með því.