Vilja fá hælisleitendur framselda

mbl.is

Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði seinnipartinn í dag kröfu um að tveir hælisleitendum yrðu úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en þeir eru eftirlýstir á Norðurlöndunum. Hefur verið farið fram á framsal mannanna en þjóðerni þeirra liggur ekki fyrir.

Þetta staðfestir Jón H. B. Snorrason, saksóknari og aðstoðarlögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is. Annar mannanna hafði uppi hótanir og var í miklu ójafnvægi. Spurður um stöðu málsins segir Jón að mennirnir gangi lausir en úrskurður héraðsdóms hafi verið kærður til Hæstaréttar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert