Íslendingur kortlagði Evrópu

Tölv­un­ar­fræðing­ur­inn Björn Jóns­son hef­ur kort­lagt Evr­ópu, eitt fjög­urra svo­nefndra Galí­leó­tungla Júpíters, upp á nýtt og gert það sem ætti að vera ná­kvæm­asta kort sem til er af tungl­inu. Áður hef­ur Björn skerpt mynd­ir sem geim­för hafa tekið af Júpíter sjálf­um og Úran­usi.

Evr­ópa er tal­in einn mest spenn­andi hnött­ur­inn í sól­kerf­inu því vís­inda­menn halda að und­ir ís­skorpu yf­ir­borðsins sé að finna fljót­andi vatn. Ekki sé hægt að úti­loka að líf gæti hafa kviknað þar í námunda við jarðhita neðan­sjáv­ar líkt og þekkt er á jörðinni. Könn­unar­för­in Voya­ger 2 og Gali­leo hafa meðal ann­ars tekið fjölda mynda af Evr­ópu.

Í blogg­færslu á vef Pla­net­ary Society skrif­ar Björn um vinnu sína við að skerpa þau kort sem hafa verið til að Evr­ópu fram að þessu með mynd­vinnslu­tækni. Stór hluti yf­ir­borðsins hafi verið kortlagður með mik­illi upp­lausn en stór hluti þess sé þó aðeins til í til­tölu­lega lágri upp­lausn. Ástæðu þess að Björn réðist í að reyna að betr­um­bæta kort­in seg­ir hann meðal ann­ars vera þá að geim­för sem geta náð betri mynd­um af Evr­ópu séu ekki vænt­an­lega þangað fyrr en á næsta ára­tug.

Rúm­lega tvö hundruð mynd­ir fóru í kortið

Til þess að bæta kort­in notaði Björn 190 mynd­ir sem Gali­leo-geim­far banda­rísku geim­vís­inda­stofn­un­ar­inn­ar NASA tók af Evr­ópu auk fjór­tán mynda frá Voya­ger 2. Niðurstaðan er lík­lega skýr­asta og ná­kvæm­asta kort sem gert hef­ur verið af tungl­inu.

„Þetta kort ætti að vera gilt og í sam­ræmi við nýj­ustu upp­lýs­ing­ar þangað til JUICE-geim­far evr­ópsku geim­stofn­un­ar­inn­ar ESA og/​eða Europa Clipp­er-geim­far NASA koma til Evr­ópu. Þegar að því kem­ur vona ég að kortið verði fljótt úr­elt,“ skrif­ar Björn.

Áður hef­ur Björn meðal ann­ars unnið gaml­ar mynd­ir Voya­ger-geim­far­anna af Úran­usi og tek­ist að draga fram meiri smá­atriði í loft­hjúpi reiki­stjörn­unn­ar en áður var hægt að greina. Hann hef­ur einnig unnið skörp­ustu mynd sem til er af stóra rauða blett­in­um á Júpíter.

Færsla Björns um korta­gerðina á vef Pla­net­ary Society

Fyrri frétt mbl.is: Gerði Úran­us meira spenn­andi

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka