Frá Bolholti í Reykjavík yfir í Lágmúla er manngengt undir Kringlumýrarbraut. Mannvirkið var reist fyrir rúmlega hálfri öld, þegar naprir vindar kalda stríðsins blésu. Allur er varinn góður, að vísu er þetta ekki kjarnorkubyrgi, heldur göng fyrir hitaveitulagnir Orkuveitu Reykjavíkur.
Um tíund þess heita vatns sem veitan aflar er fengið af Laugarnessvæðinu og er því veitt frá Bolholtsstöðinni um göngin til nærliggjandi svæða.
Frá þessu segir nánar í Morgunblaðinu á morgun, í greinaflokknum Heimsókn á höfuðborgarsvæðið.