50 manns taka þátt í björgunaraðgerðum

Ernir Eyjólfsson

Um 50 manns taka nú þátt í björgunaraðgerðum vegna neyðarkalls frá fjórum erlendum ferðamönnum og verið er að kalla út meiri mannskap. Samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Langsbjörg hefur ekki náðst samband við fólkið og miðar björgunaraðgerðum hægt vegna veðurs. 

Björg­un­ar­sveit­in Dal­björg í Eyjaf­irði og Súl­ur, björg­un­ar­sveit­in á Ak­ur­eyri voru kallaðar út eft­ir að boð bár­ust frá SPOT sendi á eða við Urðar­vötn. Ekki er ljóst hvort leiðin sem björgunarsveitarmenn reyna nú upp á Vatnahjalla verði fær og er því unnið að varaáætlun þar sem björgunarsveitarfólk frá Hvammstanga, Sauðárkróki, Blönduósi og Varmahlíð hefur verið kallað út en þar að auki hefur borist liðsstyrkur frá Dalvík. Nú eru björgunarsveitarmenn þó komnir upp á Hæl með bæði sleða og snjóbíla og þykir þá versti kaflinn að baki.

 Fyrri frétt mbl.is:

Erlendir ferðamenn í háska

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert