Fá niðurstöðu Persónuverndar í dag

Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri. mbl.is/Eggert

Stjórn Persónuverndar hyggst afgreiða athugun stofnunarinnar á samskiptum Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur, þáverandi lögreglustjóra á Suðurnesjum, og Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, við upphaf lekamálsins, á fundi sínum síðdegis í dag.

Kjarninn greindi frá þessu í gær, en Björg Thorarensen, stjórnarformaður Persónuverndar, staðfesti þetta í samtali við mbl.is í dag. Hún vildi ekki tjá sig um innihald málsins, en sagði stjórnina stefna að því að senda Sigríði Björk og Gísla Frey niðurstöðuna eftir fund stjórnarinnar í dag.

Niðurstaða Persónuverndar er endanleg, en búast má við að hún verði birt á vefsíðu stofnunarinnar síðdegis á mánudag. Þetta er gert til að tryggja að niðurstaðan berist málsaðilum áður en hún verður birt opinberlega.

Kjarn­inn greindi frá því í janúar, að tölvu­póst­ur sem Sig­ríður Björk sagðist hafa sent Gísla Frey þann 20. nóv­em­ber árið 2013 með grein­ar­gerð um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos, hefði hvorki fund­ist í inn­an­rík­is­ráðuneyt­inu né hjá embætti lög­reglu­stjór­ans á Suður­nesj­um.

Í frétt Kjarn­ans kom fram, að þetta hefði komið fram í svör­um ráðuneyt­is­ins og lög­reglu­stjóra­embætt­is­ins við fyr­ir­spurn Per­sónu­vernd­ar, sem hefði óskað eft­ir að fá um­rædd­an tölvu­póst af­hent­an.

Sig­ríður Björk sendi fjöl­miðlum í kjölfarið yf­ir­lýs­ingu vegna máls­ins:

„Tölvu­póst­ur með grein­ar­gerð sem þáver­andi lög­reglu­stjóri á Suður­nesj­um sendi þáver­andi aðstoðar­manni inn­an­rík­is­ráðherra 20. nóv­em­ber 2013, er vistaður á póstþjóni lög­regl­unn­ar. Tölvu­póst­ur­inn verður meðal þeirra gagna sem und­ir­rituð af­hend­ir Per­sónu­vernd eigi síðar en nk. föstu­dag, 30. janú­ar.

Frétt­ir þess efn­ist að um­rædd­ur tölvu­póst­ur finn­ist ekki, eiga því ekki við rök að styðjast.“

Gísli Freyr Valdórsson.
Gísli Freyr Valdórsson. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert