SGS fundar áfram með SA í kjaradeilu

SGS lagði fram kröfur sínar í kjaradeilu við SA í …
SGS lagði fram kröfur sínar í kjaradeilu við SA í lok janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) fundaði í gær með Samtökum atvinnulífsins (SA) í húsakynnum ríkissáttasemjara.

Magnús Pétursson ríkissáttasemjari stjórnaði ekki fundi þeirra en til stendur að hann fari fyrir fundi þeirra á milli næstkomandi föstudag.

SGS fer með umboð 16 aðildarfélaga um allt land og semur fyrir rúmlega 12 þúsund manns á almennum vinnumarkaði og vísaði kjaradeilu sinni til ríkissaksóknara í byrjun febrúar. Flugmenn hjá Bláfugli áttu einnig í kjaraviðræðum hjá sáttasemjara í gær. Í dag mun samninganefnd ríkisins eiga í áframhaldandi viðræðum við Bandalag háskólamanna (BHM) í húsakynnum ríkissáttasemjara en kjaradeilu þeirra hefur þó ekki enn verið vísað formlega til ríkissáttasemjara.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert