Handteknir fyrir dópsölu á Facebook

AFP

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum vikum handtekið á annan tug manna og lagt hald á talsvert af fíkniefnum í aðgerðum sem beinast gegn sölu fíkniefna á samfélagsmiðlum. Við húsleitir í umdæminu tók lögreglan í sína vörslu kókaín, LSD og um 200 gr. af amfetamíni, auk kannabisefna sem var að finna á allmörgum stöðum. Enn fremur var lagt hald á peninga, sem taldir eru vera tilkomnir vegna fíkniefnasölu.

Í hópi hinna handteknu eru aðallega karlar á þrítugsaldri, en ein kona var handtekin í aðgerðunum. Flest málanna, sem að framan voru nefnd, teljast upplýst.

Að mati lögreglu er umfang fíkniefnasölu á samfélagsmiðlum verulegt, en aðgerðunum verður framhaldið. Þess má geta að allnokkrum Facebooksíðum, sem hafa boðið fíkniefni til sölu, hefur verið lokað.

„Þetta er allt of lítið mál“

Selja vopn og fíkniefni á Facebook

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann. Upplýsingum má einnig koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu lögreglu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert