Óvissustig áfram á Vestfjörðum

Patreksfjörður.
Patreksfjörður. © Mats Wibe Lund

Enn er óvissustig vegna snjóflóða á sunnanverðum og norðanverðum Vestfjörðum en ekki hefur þurft að rýma hús á Ísafirði og engin íbúðarhús þar í hættu, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu. Hættustig vegna snjóflóða er í gildi á Patreksfirði og Tálknafirði.

Lokað er um Súðavíkurhlíð vegna snjóflóða hættu en mjög hvasst er á Vestfjörðum. Lögreglan á Ísafirði biður íbúa í bænum og nágrenni að fylgjast með færð innanbæjar á Facebooksíðu Ísafjarðar en akstur strætó liggur niðri vegna hvassviðris. 

Samkvæmt upplýsingum frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar er  miðja óveðurslægðarinnar er nú yfir landinu, hægviðrasamt næst henni, en stormur allt í kring. Norðan vindröst, 20-25 m/s með snjókomu nær inn á Vestfirði og eftir hádegi berst röstin enn frekar yfir vestanvert landið með N og NV 15-20 m/s, skafrenningi, éljum og versnandi  skyggni.

Það er hálka og skafrenningur á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut en hálka á Grindavíkurvegi. Snjóþekja er á Suðurlandi og á Suðurstrandavegi.

Á Vestfjörðum er ófært á flestum fjallvegum og til Flateyrar og Suðureyrar. Súðavíkurhlíð er lokuð. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi og á Þröskuldum.

Á Norðurlandi vestra er hálka og snjóþekja.

Á Norðausturlandi er hálka og snjóþekja. Ófært er á Mývatnsöræfum og Hólasandi,

Hálka og snjóþekja er á Austurlandi. Ófært er á Möðrudalsöræfum, Vopnafjarðarheiði, Fjarðarheiði og Vatnsskarði eystra en hálka er á Fagradal og á  Oddsskarði

Snjóþekja er frá Breiðdalsvík og með suðausturströndinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert