Hvasst verður vestanlands, sums staðar stormur og víða skafrenningur með éljum að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Veður fer versnandi á leiðinni austur fyrir Fjall og á Mosfellsheiðinni með kófi og takmörkuðu skyggni um tíma í kvöld.
Eins við Akrafjall og í Melasveit. Í nótt dregur smámsaman úr snjókomu vindi á norðanverðum Vestfjörðum, en hríðarverður og hvass vindur með skafrenningi á Norður- og Norðausturlandi til morguns.
Lokað er um Súðavíkurhlíð og Raknadalshlíð við Patreksfjörð vegna snjóflóðahættu.
Það er hálka og skafrenningur á Hellisheiði og í Þrengslum. Snjóþekja og hálka eru á Suðurlandi. Hálka er á Suðurstrandavegur og Eyrarbakkavegi að Selfossi.
Þæfingsfærð með stórhríð er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku. Ófært er á Fróðárheiði. Hálka og skafrenningur í Svínadal en annars er hálka eða hálkublettir á Vesturlandi og eitthvað um snjókomu eða éljagang.
Á Vestfjörðum er ófært á fjallvegum, til Flateyrar og Suðureyrar. Súðavíkurhlíð og Raknadalshlíð við Patreksfjörð eru lokaðar. Þungfært er í Ísafjarðardjúpi og einnig er orðið þungfært og stórhríð á Hjallahálsi.
Á Norðurlandi er hálka eða snjóþekja og víða er skafrenning eða éljagangur.
Hálka og snjóþekja er á Austurlandi og éljagangur víða.
Hálka, snjóþekja, hálkublettir og éljagangur er með suðausturströndinni.