Fjölmörgum bjargað af heiðum

Fjölmargir þurftu á aðstoð að halda á Hellisheiði í gærkvöldi
Fjölmargir þurftu á aðstoð að halda á Hellisheiði í gærkvöldi mbl.is/Malín Brand

Björgunarsveitir og lögregla á Suðurlandi stóðu í ströngu í gærkvöldi og fram á nótt við að aðstoða hundruð ferðalanga sem sátu fastir uppi á heiðum. Lyngdalsheiðin er enn ófær en Hellisheiði var opnuð um tvöleytið í nótt og Þrengslin um tíu í gærkvöldi. Þetta er í ellefta skiptið í vetur sem það verður að loka Hellisheiði vegna ófærðar, samkvæmt upplýsingum frá lögreglu.

Snjóþekja og hálka er á Suðurlandi.Hálka er á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum.

Ófært er á Bröttubrekku og á Fróðárheiði og verið að moka. Hálka og skafrenningur í Svínadal en annars er hálka eða hálkublettir á Vesturlandi.

Á Vestfjörðum er allar leiðir ófærar og verið að moka. Súðavíkurhlíð og Raknadalshlíð eru lokaðar.

Beðið er eftir upplýsingum um færð á Norður- og Austurlandi en verið er að kanna ástandið. Þæfingsfærð og snjókima er á Víkurskarði en þungfært og skafrenningur er á Vatnsskarði.

Hálka eða hálkublettir er með Suðausturströndinni.

Aðstoða þurfti ökumenn og farþega í tugum ökutækja á Hellisheiði, Þrengslum og Lyngdalsheiði en meðal annars fauk rúta með um sjötíu farþega útaf í Þrengslunum.

Samkvæmt Veðurstofu Íslands er spáð norðvestan 13-20 m/s og snjókoma eða él norðan til, en þurrt syðra. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn. Norðlæg átt 5-13 um hádegi og dálítil él um landið norðanvert, annars bjart á köflum. Bætir í vind og ofankomu á Vestfjörðum og SA-lands í kvöld. Frost 0 til 6 stig.

Rúta frá Grayline

Hellisheiði var lokað í gærkvöldi
Hellisheiði var lokað í gærkvöldi mbl.is/Malín Brand
Fastir bílar á Hellisheiði
Fastir bílar á Hellisheiði mbl.is/Malín Brand
Hellisheiði var lokað í gær - það er í ellefta …
Hellisheiði var lokað í gær - það er í ellefta skiptið í vetur. mbl.is/Malín Brand
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert