Miðlunin ekki studd viðhlítandi heimild

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins.
Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins. Mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, hafði ekki heimild til að senda aðstoðarmanni innanríkisráðherra greinargerð um nígeríska hælisleitandann Tony Omos. Að sama skapi hafði Gísli Freyr Valdórsson, téðu aðstoðarmaður, ekki heimild til að óska eftir greinargerðinni.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Kjarnanum en úrskurður Persónuverndar hefur ekki verið birtur. Kjarninn segir einnig að beiðni Gísla Freys Valdórssonar, þáverandi aðstoðarmanns innanríkisráðherra, um greinargerðina hafi ekki stuðst við viðhlítandi lagaheimildir um miðlun persónuupplýsinga. Þá sé Útlendingastofnun gagnrýnd í úrskurðinum fyrir að hafa ekki gætt viðunandi öryggis við miðlun frumburðarskýrslu Omos til innanríkisráðuneytisins.

Uppfært kl. 17.27

Í frétt Kjarnans var því haldið fram að Sigríður Björk hefði brotið gegn lögum um persónuvernd. Í úrskurði Persónuverndar segir hins vegar að miðlun upplýsinganna hafi ekki stuðst við viðhlítandi heimild. Ekki segir að með miðluninni hafi verið brotið gegn lögum. Var fyrirsögn fréttarinnar því breytt í samræmi við það.

Ennfremur kom fram í forsíðutexta fréttarinnar að Sigríður Björk hefði brotið gegn lögum, og vísað í Kjarnann. Af sömu ástæðu og greinir hér að ofan var textanum breytt.

Í úrskurði Persónuverndar segir eftirfarandi:

„Miðlun lögreglunnar á Suðurnesjum á skýrsludrögum með persónuupplýsingum um Tony Omos, Evelyn Glory Joseph og fleiri einstaklinga til innanríkisráðuneytisins hinn 20. nóvember 2013, sem og beiðni ráðuneytisins þar af lútandi, studdist ekki við viðhlítandi heimild.

Skortur á skráningu um miðlun draganna í málaskrá Lögreglunnar á Suðurnesjum, sem og um öflun þeirri í málaskrá innanríkisráðuneytisins, fór í bága við kröfur um upplýsingaöryggi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka