Ekki við hæfi að mála nakta karla

Þegar fyrstu íslensku konurnar fóru út til Kaupmannahafnar í myndlistarnám var þar sérstök deild sem konur þurftu að vera í, þá þótti ekki við hæfi að þær fengju að mála lifandi módel eins og sést á verkum Kristínar Vídalín sem sýnd eru á sýningunni: Konur stíga fram, sem nýlega var sett upp í Listasafni Íslands, en þar má sjá verk fyrstu myndlistarkvenna þjóðarinnar. 

Verk 30 kvenna eru til sýnis en sýningin var sett upp í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna. mbl.is fékk leiðsögn um sýninguna og fræddist um fyrstu skref íslenskra kvenna í myndlist.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert