Ungmenni eru víða þungsvæf

Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.
Dr. Þorsteinn Sæmundsson, stjörnufræðingur hjá Raunvísindastofnun Háskóla Íslands. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

„Rétt er að benda á, að svefnhöfgi unglinga að morgni til er þekkt vandamál í öðrum löndum, einnig þeim sem seinka klukkunni að vetri til. Það sýnir að stilling klukkunnar er ekki rót vandans,“ segir í niðurlagi umsagnar Þorsteins Sæmundssonar stjörnufræðings og Gunnlaugs Björnssonar stjarneðlisfræðings um þingsályktunartillögu um seinkun klukkunnar.

Til­lag­an er lögð fram af ell­efu þing­mönn­um úr öll­um stjórn­mála­flokk­um sem sæti eiga á Alþingi en sam­kvæmt henni verður rík­is­stjórn­inni falið „að seinka klukk­unni á Íslandi um eina klukku­stund. Val­in verði hent­ug tíma­setn­ing til þess að ráðast í aðgerðina, inn­an árs frá samþykkt til­lögu þess­ar­ar, að lok­inni til­hlýðilegri kynn­ingu í þjóðfé­lag­inu ásamt und­ir­bún­ingi.“

Í umsögninni kennir ýmissa grasa og farið er yfir rök með og á móti klukkubreytingu. „Höfuðmarkmiðið með stillingu klukkunnar hlýtur að vera það að samræma sem best vökutíma og birtutíma annars vegar, og svefntíma og myrkur hins vegar,“ segir í umsöginni.

Þar er lítið gefið fyrir þau rök að seinkun hafi jákvæð heilsufarsleg áhrif. Í tillögunni segir m.a. að breyting myndi hafa jákvæð áhrif, sérstaklega á ungmenni sökum þess að líkamsklukkan fari eftir gangi sólar og það valdi togstreitu þegar staðarklukkan gangi ekki í takt við birtutímann. „Þarna er horft framhjá þeirri staðreynd sem menn hafa lengi þekkt, að raflýsing hefur áhrif á líkamsklukkuna og raskar því hinni náttúrulegu sveiflu [...] Í þjóðfélagi nútímans ræður sólarljósið ekki stillingu líkamsklukkunnar nema að takmörkuðu leyti. Því ætti ekki að vekja mönnum falsvonir um að líðan þeirra muni batna til muna við það að seinka klukkunni.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert