Bréfberinn var með meiri póst

Póst- og blaðburðarfólk verður að koma bréfum og blöðum til …
Póst- og blaðburðarfólk verður að koma bréfum og blöðum til skila til landsmanna mbl.is/Valdís Þórðardóttir

Íbúum í hluta Hlíðahverfis er enn að berast póstur sem bréfberi Íslandspósts lét vera að bera út frá desember 2014 til febrúar 2015. 

Íbúi í Hlíðunum birti myndina hér fyrir neðan á Facebook í dag en hún sýnir bréf sem barst með pósti sem ekki hafði skilað sér. Segir í bréfinu að óviðráðanlegar orsakir hafi orðið til þess að ekki var hægt að koma honum í réttar hendur fyrr en nú.

„Starfsmaður okkar brást starfsskyldum sínum og um er að ræða sama atvik og komst upp fyrr í mánuðinum en við fengum 13. febrúar meira magn af óskemmdum pósti frá honum,“ segir í bréfinu.

Bréfið sem barst til íbúa í Hlíðahverfi.
Bréfið sem barst til íbúa í Hlíðahverfi.

Í skriflegu svari til mbl.is segir Brynjar Smári Rúnarsson, markaðsstjóri Íslandspósts, bréfið hafa verið sent út hinn 16. febrúar. Hann segir að fréttaflutningur af málinu hafi leitt til þess að meira póstmagni var skilað inn en í fyrstu.

„Við gerum okkur vonir um [að allur pósturinn sé kominn til skila] og teljum svo vera en hins vegar er mjög erfitt að fullyrða það,“ segir Brynjar. 

Bréfberinn starfar ekki lengur hjá Íslandspósti. Aðspurður hvort til standi að kæra bréfberann segist Brynjar ekki tjá sig um málefni einstakra starfsmanna.

Fréttir mbl.is:

Bréfberi brást skyldum sínum

Annar bréfberi bar ekki út

Undanskot á pósti geta verið alvarleg

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert