Yfirvöld í Sádi Arabíu munu leggja fram rúmlega eina milljón bandaríkjadala eða 135 milljónir íslenskra króna til byggingar mosku í Reykjavík. Þetta kom fram á fundi forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar með nýjum sendiherra Sádi Arabíu, Ibrahim S.I. Alibrahim sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum og flutti forseta sérstaka kveðju nýs konungs Sádi Arabíu, Salman bin Abdulaziz Al Saud. Sagðist sendiherrann hafa skoðað lóðina þar sem moskan myndi rísa.
Eins og fram kemur á vef forsetaembættisins var einnig rætt um áhuga íslenskra aðila á að kanna jarðhita í Sádi Arabíu, einkum með tilliti til kælingar húsa. Fjallað var jafnframt um þróun mála í Mið-Austurlöndum og vaxandi átök á svæðinu.