Vatnsendi til erfingja Sigurðar

Þessi mynd af Vatnsendalandi er frá aldamótum.
Þessi mynd af Vatnsendalandi er frá aldamótum. mbl.is/Árni Sæberg

Hæstiréttur hefur dæmt að ráðstafa skuli beinum eignarrétti að jörðinni Vatnsenda til erfingja Sigurðar Hjaltested en ekki til sonarsonar hans, Þorsteins Hjaltested. Þorsteinn hefur óbeinan eignarrétt að jörðinni og hafði skiptastjóri lagt til að beina eignarréttinum yrði ráðstafað til hans og héraðsdómur staðfest það. Hæstiréttur snýr þessu við.

Sigurður Lést 1966 og hefur aldrei verið gengið frá skiptum á dánarbúi hans. Jörðin gekk til sonar hans Magnúsar og þaðan til sonarsonar, Þorsteins núverandi umráðamanns, samkvæmt fyrirmælum í erfðaskrá Magnúsar Hjaltested, afabróður Sigurðar.

Hæstaréttardómarar reyndu að lesa í erfðaskrá Magnúsar Einarssonar Hjaltested til að greina vilja hans. Niðurstaða þeirra var að eignarrétturinn hefði færst til Sigurðar frænda hans en eftir það hefði aðeins óbeini eignarrétturinn, það er ábúðar- og umráðaréttur, færst áfram. Þar sem erfðaskráin hefði ekki mælt fyrir um afdrif þeirra réttinda yrði að ráðstafa þeim til lögerfingja Sigurðar eftir almennum reglum erfðalaga.

Hluti af landi Vatnsenda hefur verið tekinn með eignarnámi eða svokallaðri eignarnámssátt og Kópavogsbær og fleiri greitt milljarða fyrir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka