Reykvísk börn fá líka gleraugu

Um 1.300 sólmyrkvagleraugu voru seld í Kringlunni í dag. Sölu …
Um 1.300 sólmyrkvagleraugu voru seld í Kringlunni í dag. Sölu verður haldið áfram á morgun. Árni Sæberg

„Það voru marg­ir sem keyptu mörg gler­augu; fyr­ir fjöl­skyld­ur sín­ar, ömm­ur og afa,“ seg­ir Sæv­ar Helgi Braga­son, for­maður Stjörnu­skoðun­ar­fé­lags­ Seltjarn­ar­ness. Mesti sól­myrkvi sem sjá­an­leg­ur hef­ur verið á Íslandi í 61 ár verður að morgni dags 20. mars og stend­ur fé­lagið því fyr­ir sölu á sól­myrkv­agler­aug­um um þess­ar mund­ir. Næsti sól­myrkvi, sjá­an­leg­ur frá Íslandi, eft­ir 20. mars næst­kom­andi verður árið 2026 og næst þar á eft­ir árið 2196.

Um 1.300 gler­augu seld­ust í dag þegar Stjörnu­skoðun­ar­fé­lagið var við Kaffitár í Kringl­unni og seldi sól­myrkv­agler­aug­un á 500 krón­ur stykkið. 

Til­gang­ur­inn með gler­augna­söl­unni, fyr­ir utan að tryggja ör­yggi þeirra sem hyggj­ast berja sól­myrkv­ann aug­um­, er að safna fé fyr­ir gjöf fé­lags­ins til ís­lenskra grunn­skóla­barna; 50.000 sól­myrkv­agler­aug­um, sem gera fólki kleift að horfa beint á myrkv­ann án þess að skaða sjón­ina.

Sæv­ar seg­ir „þversk­urð þjóðar­inn­ar“ hafa lagt leið sína í Kringl­una í dag til að tryggja sér ein­tak af gler­aug­un­um. „Þetta er fólk á öll­um aldri og af öll­um stærðum og gerðum,“ seg­ir Sæv­ar, létt­ur í bragði.

Lang­tímaspá­in góð

Sæv­ar seg­ir eina óvissuþátt­inn við sól­myrkv­ann vera veðrið. „Ef fólk vill sjá sól­myrkv­ann þá þarf það að vera á þeim stað sem veðrið er gott. Lang­tímaspá­in bend­ir til þess að það verði gott veður í Reykja­vík,“ seg­ir Sæv­ar og ít­rek­ar að fólk skuli fara öllu með gát.

„Við erum alls ekki að grín­ast með það. Það eru sög­ur af fólki sem hef­ur valdið sér augnskaða við svona at­b­urði af því það fór ekki gæti­lega og var ekki til­búið að borga fimm­hundruð kall fyr­ir svona gler­augu,“ seg­ir Sæv­ar og hvet­ur fólk því til að kaupa gler­augu til að eiga til framtíðar og styðja við fram­takið í leiðinni.

„Við sjá­um tunglið ganga fyr­ir sól­ina frá okk­ur séð. Það mun dimma ör­lítið þegar myrkvinn er í há­marki,“ seg­ir Sæv­ar og gant­ast hann með það að nú fari hver að verða síðast­ur til að sjá sól­myrkva en eft­ir 600 millj­ón ár mun ekki sjást eins mik­ill sól­myrkvi frá jörðu.

„Því tunglið er að fjar­lægj­ast jörðina útaf flóðkröft­um. Dag­ur­inn er að lengj­ast hjá okk­ur og tunglið verður komið svo langt frá jörðu að það mun aldrei ná að hylja sól­ina al­veg. Því má segja að nú séu síðustu for­vöð,“ seg­ir hann og hlær.

og þegar maður horf­ir í sól­ina með sól­myrkv­agler­aug­um að sjálf­sögðu, ör­mjó ræma eft­ir af s´linni í heim­in­um, svona mik­ill myrkvi hef­ur ekki sést í 61 ár og sést ekki aft­ur fyrr en 2026, eft­ir 11 ár.

Fá grunn­skóla­nem­end­ur í Reykja­vík gler­augu?

Aðspurður hvort grunn­skólakrakk­ar í Reykja­vík fái gler­augu eins og í öðrum sveit­ar­fé­lög­um seg­ir Sæv­ar svo vera.

„Að nafn­inu til verða þær gjaf­ir til skól­anna sem kennslu­gögn og svo er það skóla­stjór­anna að ákveða hvort krakk­arn­ir fái að eiga gler­aug­un,“ seg­ir Sæv­ar. Hann seg­ist vera bú­inn að heyra í flest­um skóla­stjórn­end­um í Reykja­vík sem taki all­ir frá­bær­lega í fram­takið. „Ég geri ekki ráð fyr­ir öðru en að all­ir kenn­ar­ar verði send­ir út með hóp­ana sína og það verði mörg þúsund skóla­börn um land allt að glápa upp í him­in­inn og sjá eitt sjald­gæf­asta sjón­arspil sem hægt er að fylgj­ast með,“ seg­ir Sæv­ar.

Í Kringl­unni á morg­un og í Smáralind næstu helgi

Stjörnu­skoðun­ar­fé­lagið verður í Kringl­unni aft­ur á morg­un og í Smáralind um næstu helgi. Sæv­ar seg­ir íbúa lands­byggðar­inn­ar geta pantað gler­augu á Stjörnu­fræðivefn­um.

„Sól­myrkvinn sést vel frá öllu Íslandi svo framar­lega sem sól­in láti sjá sig. Gler­aug­un gera manni kleift að fylgj­ast með myrkv­an­um frá upp­hafi til enda. Þegar tunglið byrj­ar að bíta úr sól­inni þá er sól­in enn rosa­lega björt og hættu­legt að horfa á hana,“ seg­ir Sæv­ar. Hann hef­ur sjálf­ur séð nokkra sól­myrkva og seg­ir það alltaf jafn magnað sjá. „Það er akkúrat drif­kraft­ur­inn í það að gera öll­um kleift að sjá sól­myrkv­ann,“ seg­ir Sæv­ar.

Þá munu þau börn sem ekki geta séð myrkv­ann, t.d. vegna blindu, fá af­henta upp­hleypta mynd af sól­inni sem þau geta snert á. Kenn­ar­ar verði svo fengn­ir til að færa skífu fyr­ir sól­ina þannig krakk­arn­ir geti fundið fyr­ir því hvernig myrkvinn lít­ur út. „Við reyn­um að hugsa fyr­ir alla,“ seg­ir Sæv­ar. 

Stjörnu­fræðivef­ur­inn

Frétt mbl.is: Myrkvinn sá mesti í sex­tíu ár

Sólmyrkvi mun sjást frá Íslandi föstudaginn 20. mars.
Sól­myrkvi mun sjást frá Íslandi föstu­dag­inn 20. mars. Árni Sæ­berg
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert