Fastar í klukkutíma á heiðinni

Lóa Rós Smáradóttir og Stella Rún Hauksdóttir eru meðal þeirra sem sitja fastir á Holtavörðuheiði, þar sem veðrið er vitlaust og skyggni lítið sem ekkert. „Við erum fastar í bílaröð,“ segir Lóa, en hún staðfestir að björgunarsveitir séu komnar á staðinn.

Lóa og Stella eru búnar að vera stopp á heiðinni í rúman klukkutíma, en segja röðina  eitthvað þokast áfram. Þær segjast varla sjá í næsta bíl en hafi þó greint það að hafa farið framhjá snjóruðningstæki sem hafi farið út af.

Heiðinni hefur verið lokað og björgunarsveitir kallaðar út frá Hvammstanga og Borgarnesi.

Það er lokað á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku en hægt er að fara Laxárdalsheiði vegur númer 59 og Heydal vegur númer 55 en þar eru hálkublettir, snjóþekja og skafrenningur. Lokað er um Steingrímsfjarðarheiði.

„Kolvitlaust“ veður og margir fastir

Svona er útsýnið úr bílnum.
Svona er útsýnið úr bílnum. Ljósmynd/Lóa Rós Smáradóttir
Stúlkurnar óku framhjá snjóruðningstæki sem var utanvegar.
Stúlkurnar óku framhjá snjóruðningstæki sem var utanvegar. Ljósmynd/Lóa Rós Smáradóttir
Einhverjir bílar eru bókstaflega fastir á heiðinni en aðrir stopp …
Einhverjir bílar eru bókstaflega fastir á heiðinni en aðrir stopp vegna veðurs. Ljósmynd/Stella Rún Hauksdóttir
Snjóruðningstækið.
Snjóruðningstækið. Ljósmynd/Stella Rún Hauksdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka