Að minnsta kosti fjórar flugvélar hafa lent á Reykjavíkurflugvelli nú síðdegis og tvær á Akureyrarflugvelli þar sem ekki reyndist mögulegt að lenda á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs.
Samkvæmt upplýsingum frá Isavia er hefur verið hvasst á Keflavíkurflugvelli nú síðdegis og dimm él. Þá eru bremsuskilyrði á flugbrautum erfið og þar með geta orðið tafir á lendingum á vellinum. Því hafi flugmenn nokkurra véla ákveðið að lenda í Reykjavík eða á Akureyri.
Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, segir að vegna slæms veðurs og brautarskilyrða hafi tvær flugvélar félagsins ekki getað lent í Keflavík í dag. Önnur hafi lent á Reykjavíkurflugvelli og hin á Akureyrarflugvelli.
Hann segir að seinkun sé á öllu flugi í kvöld.
Hér má sjá lista yfir komur og brottfarir frá Keflavíkurflugvelli.