Svona er veðrið á Holtavörðuheiði

Hvasst. Skafrenningur. Ófærð. Tugir bíla eru fastir á Holtavörðuheiði vegna veðursins. Heiðinni hefur verið lokað og fjöldi manns bíður í Staðarskála eftir að veðrinu sloti.

Á meðfylgjandi myndskeiði sem mbl.is fékk sent frá Stellu Rún Hauksdóttur sem er ein þeirra fjölmörgu sem bíða í bíl sínum á heiðinni. Hún segir „allt stopp“ á heiðinni og að hún hafi séð snjóruðningstæki fara út af veginum nú síðdegis.

Frétt mbl.is: Fastar á heiðinni í klukkutíma

Það er lokað á Holtavörðuheiði og á Bröttubrekku en hægt er að fara Laxárdalsheiði, veg númer 59, og Heydal, veg númer 55, en þar eru hálkublettir, snjóþekja og skafrenningur. Lokað er um Steingrímsfjarðarheiði, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.

Áfram má búast við hvassri suðvestanátt með éljum og skafrenningi um landið vestanvert, og ekki dregur að ráði úr vindi fyrr en eftir miðnætti. Á Vestfjörðum hvessir og má búast við suðvestan 13-20 m/s með skafrenningi á Steingrímsfjarðarheiði og Þröskuldum í kvöld. Einnig hvessir á fjallvegum á Norðurlandi, s.s. Þverfjalli, Vatnsskarði og Öxnadalsheiði með skafrenningi í kvöld og nótt.

Sjá veðurvef mbl.is.

Svona er veðrið á Holtavörðuheiðinni.
Svona er veðrið á Holtavörðuheiðinni. Ljósmynd/Björgvin Páll Hauksson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka