Leiðin yfir Holtavörðuheiði er enn lokuð og eins leiðin yfir Öxnadalsheiði. Fjölmargir voru ferjaðir niður af Holtavörðuheiðinni í gærkvöldi. Ágæt veðurspá er fyrir daginn en mun verri á morgun. Eins er ófært yfir Bröttubrekku og Steingrímsfjarðarheiði.
Tvær fjöldahjálparmiðstöðvar voru opnaðar vegna óveðursins á Norðvesturlandi. Önnur er í Reykjaskóla í Hrútafirði og hin á Laugarbakka í Miðfirði og gistu fjölmargir ferðalangar þar í nótt.
Veðurspá fyrir næsta sólarhring: Minnkandi suðlæg átt, víða 3-8 m/s upp úr hádegi og dálítil él, en léttskýjað NA-til. Frost 0 til 5 stig.
Rólegt veður þegar kemur fram á daginn og dálítil él. Horfur eru á suðaustanstormi eftir hádegi á morgun (þriðjudag) með snjókomu, slyddu eða rigningu.
Á þriðjudag:
Vaxandi suðaustanátt, 18-25 m/s síðdegis með snjókomu eða slyddu, en sums staðar rigning á láglendi undir kvöld. Talsvert úrkomumagn um landið S-vert. Hiti 0 til 6 stig undir kvöld.
Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt, víða 5-10 m/s. Él víða um land, en samfelld snjókoma eða slydda austast fram eftir degi. Frost 0 til 5 stig, en kringum frostmark með A-ströndinni.
Á fimmtudag:
Austlæg átt 8-15 m/s og snjókoma eða slydda og hiti um og undir frostmarki, en rigning með S- og A-ströndinnni og frostlaust þar.
Á föstudag:
Stíf norðan- og vestanátt um morguninn með úrkomu, en lægir og styttir upp um tíma kringum hádegi. Gengur í suðaustanstorm seinnipartinn með rigningu, einkum S- og V-lands, og hlýnar.
Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu, einkum um landið S-vert. Hiti 2 til 8 stig.