Lognið á undan storminum

Spáin fyrir klukkan 17 á morgun
Spáin fyrir klukkan 17 á morgun Veðurstofa Íslands

Það er ágæt veðurspá fyrir daginn í dag og er unnið að mokstri víða. Holtavörðuheiði og Öxnadalsheiði eru meðal þeirra leiða sem eru lokaðar. En á morgun má búast við því að færð spillist á ný því það er spáð vonskuveðri.

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands er búist er við vonskuveðri síðdegis á morgun og eru horfur á að ferðalög yfir heiðar og fjallvegi verði erfið eða ómöguleg (Hellisheiði milli kl. 14 og 19 svo dæmi sé tekið).

Veðurspá fyrir næsta sólarhring:

Minnkandi suðlæg átt, víða 3-8 m/s uppúr hádegi og dálítil él, en léttskýjað NA-til. Frost 0 til 8 stig. Vaxandi suðaustanátt á morgun, 18-25 m/s síðdegis og snjókoma, slydda eða rigning. Talsverð úrkoma á S-verðu landinu. Hlýnandi veður.

Á þriðjudag:

Vaxandi suðaustanátt, 18-25 m/s síðdegis með snjókomu eða slyddu, en sums staðar rigning á láglendi undir kvöld. Talsvert úrkomumagn um landið S-vert. Hiti 0 til 6 stig undir kvöld.

Á miðvikudag:
Suðlæg eða breytileg átt, víða 5-10 m/s. Él víða um land, en samfelld snjókoma eða slydda austast fram eftir degi. Frost 0 til 5 stig, en kringum frostmark með A-ströndinni.

Á fimmtudag:
Austlæg átt 8-15 m/s og snjókoma eða slydda og hiti um og undir frostmarki, en rigning með S- og A-ströndinni og frostlaust þar.

Á föstudag:
Stíf norðan- og vestanátt um morguninn með úrkomu, en lægir og styttir upp um tíma kringum hádegi. Gengur í suðaustanstorm seinnipartinn með rigningu, einkum S- og V-lands og hlýnar.

Á laugardag og sunnudag:
Útlit fyrir suðlæga átt og rigningu, einkum um landið S-vert. Hiti 2 til 8 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert