Sema Erla nýr formaður Samfylkingarinnar í Kópavogi

Sema Erla Serdar
Sema Erla Serdar

Sema Erla Ser­d­ar er nýr formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi. Hún var kjör­in formaður á aðal­fundi fé­lags­ins í kvöld. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Sam­fylk­ing­unni í Kópa­vogi er Sema Erla 28 ára göm­ul og var kosn­inga­stjóri Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi í síðustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Þá hef­ur hún setið í fram­kvæmda­stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar síðustu tvö ár og verið vara­formaður fram­kvæmda­stjórn­ar­inn­ar síðasta árið. Sema Erla hef­ur einnig setið í stjórn Kvenna­hreyf­ing­ar­inn­ar síðustu tvö ár og er formaður lands­funda­nefnd­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Sema Erla er stjórn­mála­fræðing­ur með meist­ara­gráðu í Evr­ópu­fræðum frá Ed­in­borg­ar­há­skóla og starfar sem rit­stjóri EVRÓPAN – fréttamiðils um Evr­ópu­mál.

 Ný stjórn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í Kópa­vogi er skipuð þeim Önnu Krist­ins­dótt­ur, Berg­ljótu Krist­ins­dótt­ur, Guðrúnu Helgu Jóns­dótt­ur, sem er varamaður, Jónasi Má Torfa­syni, Marteini Sverris­syni sem er varamaður, Sema Erlu og Svövu Skúla­dótt­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert