Áherslan var á mannlífið

Tjörnin í Reykjavík heillar unga sem aldna allan ársins hring.
Tjörnin í Reykjavík heillar unga sem aldna allan ársins hring. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Átta vikna ferðalagi Morg­un­blaðsins um höfuðborg­ar­svæðið lýk­ur í dag með um­fjöll­un um er­lendu sendi­ráðin í miðborg Reykja­vík­ur og ná­grenni.

Greina­flokk­ur­inn hófst í Mos­fells­sveit 15. janú­ar. Síðan var haldið til Hafn­ar­fjarðar, Garðabæj­ar, Kópa­vogs og Seltjarn­ar­ness og loks farið um hina tíu borg­ar­hluta Reykja­vík­ur.

Í um­fjöll­un blaðsins, sem birt var alla virka daga á tíma­bil­inu, var áhersla lögð á mann­líf og for­vitni­lega hluti, en ekki það sem stund­um er kallað „bein­h­arðar frétt­ir“. Margt frétt­næmt kom þó á dag­inn í ferðinni. Enn­frem­ur varpaði greina­flokk­ur­inn ljósi á grósk­una á ýms­um sviðum fram­kvæmda og starf­semi á höfuðborg­ar­svæðinu og deigl­una sem skipu­lags­mál svæðis­ins eru í.

Heim­sókn­in á höfuðborg­ar­svæðið fylgdi í kjöl­far greina­flokks­ins Á ferð um Ísland, sem birt­ist á haust­mánuðum í fyrra, og 100 daga ferðar­inn­ar sem far­in var í til­efni af ald­araf­mæli Morg­un­blaðsins 2013.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert