Biðu í flugvélunum í átta tíma

Veðrið setti samgöngur á lofti og á landi úr skorðum …
Veðrið setti samgöngur á lofti og á landi úr skorðum í gær. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Mikil röskun varð á innanlands- og millilandaflugi í gær. Allt innanlandsflug féll niður frá því fyrir hádegi og 14 komum og brottförum millilandavéla var aflýst eða frestað til kvöldsins.

Farþegar í sex flugvélum biðu í vélunum á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi þar sem ekki var hægt að afgreiða þær vegna hvassviðris.

Tvær þotur frá breska flugfélaginu EasyJet þurftu að lenda á flugvellinum á Egilsstöðum síðdegis með um 300 farþega. Vélunum var flogið til Keflavíkurflugvallar um kvöldmatarleytið. Þar biðu vélarnar afgreiðslu ásamt þriðju EasyJet-vélinni, tveimur flugvélum frá Wow air og vél frá Primera air sem kom síðust. Þegar hægt var að afgreiða vélarnar um klukkan 10 höfðu farþegar EasyJet-vélanna tveggja þurft að bíða í flugvélunum í 7-8 klukkustundir og liðinn var tæplega hálfur sólarhringur frá því þeir lögðu af stað í flugferðina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert