Öldungaráð kom saman í fyrsta sinn

Fyrsti fundur öldungaráðs Reykjavíkurborgar var haldinn í dag. Samkvæmt tilkynningu frá borginni var það bjartsýnn og einbeittur hópur sem sat fyrsta fundinn en ráðið verður öllum nefndum og ráðum Reykjavíkurborgar til ráðgjafar um málefni og hagsmuni borgarbúa sem eru 67 ára og eldri.

Mun ráðið stuðla að upplýsingagjöf og samstarfi Reykjavíkurborgar við hagsmunasamtök hópsins, móta stefnu og gera tillögur til borgarráðs sem varðar verksvið þess.

Samkvæmt tilkynningu er Öldungaráð skipað fimm fulltrúum og jafnmörgum til vara.  Guðrún Ágústsdóttir er formaður ráðsins en hún og Kjartan Magnússon eru skipuð af borgarstjórn,  fulltrúar frá Félagi eldri borgara eru Þórunn H Sveinbjörnsdóttir og Hrafn Magnússon og að lokum situr Sveinn Grétar Jónsson í ráðinu fyrir Samtök eldri borgara. Starfsmenn ráðsins eru Anna Kristinsdóttir mannréttindastjóri Reykjavíkurborgar og Jóna Vigdís Kristinsdóttir verkefnastjóri á mannréttindaskrifstofu.

Varamenn ráðsins eru; Helga Kristín Hjörvar, Áslaug Friðriksdóttir, Bryndís Hagan, Brynjólfur I. Sigurðsson og Ingólfur Antonsson.

Öldungaráð á vef Reykjavíkurborgar

Frá fyrsta fundi ráðsins í dag.
Frá fyrsta fundi ráðsins í dag.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert