Sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni áfrýjað

Hannes Smárason í héraðsdómi.
Hannes Smárason í héraðsdómi. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur embætti ríkissaksóknara áfrýjað sýknudómi yfir Hannesi Smárasyni, fyrrverandi stjórnarformanni og forstjóra FL Group, í Steling-málinu svokallaða til Hæstaréttar Íslands. Kjarninn greindi fyrst frá þessu.

Áfrýjunarstefnan hefur enn ekki verið birt Hannesi eða verjanda hans, Gísla Guðna Hall.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur sýknaði Hann­es Smára­son fyr­ir fjár­drátt þann 18. febrúar sl. Hann­es var ákærður fyr­ir að hafa án heim­ild­ar stjórn­enda FL Group látið milli­færa fjár­muni sem námu 2,87 millj­örðum króna af reikn­ingi fé­lags­ins á reikn­ing eign­ar­halds­fé­lags­ins Fons árið 2005.

Sér­stak­ur sak­sókn­ari taldi hæfi­legt að Hann­es yrði dæmd­ur í 2-3 ára fang­elsi í mál­inu, sem nefnt hef­ur verið eft­ir Sterl­ing flug­fé­lag­inu. Þá lagði embættið til að sýknudómnum yrði áfrýjað eftir að dómurinn féll.

Frétt mbl.is: „Ég man ekk­ert eft­ir þessu“

Fátt var um svör hjá Hann­esi við aðalmeðferðina en og voru þau nær und­an­tekn­ing­ar­laust á þann veg að hann kannaðist ekki við skjöl, vissi ekk­ert hvernig þau væru til­kom­in og myndi ekki eft­ir tölvu­póst­um sem und­ir hann voru born­ir. Bar hann meðal ann­ars því við að nær tíu ár væru liðin frá þeim tíma sem þeir hafi verið skrifaðir og hann hafi átt í gríðarlega mikl­um sam­skipt­um í gegn­um tölvu­póst á þess­um tíma.

Finn­ur Þór Vil­hjálms­son sak­sókn­ari sagði við aðalmeðferðina að sannað væri að mati ákæru­valds­ins að Hann­es hefði með ólög­mæt­um hætti ráðstafað um­rædd­um fjár­mun­um í heim­ild­ar­leysi og enn­frem­ur haldið upp­lýs­ing­um um þá ráðstöf­un leyndri fyr­ir stjórn­end­um og starfs­mönn­um fé­lags­ins.

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur seg­ir að ákæru­vald­inu hafi ekki tek­ist að sanna, gegn ein­dreg­inni neit­un Hann­es­ar Smára­son­ar, um að hann hafi látið milli­færa 2,9 millj­arða króna af banka­reikn­ingi FL Group yfir á banka­reikn­ing Fons 25. apríl 2005. Því var Hann­es sýknaður af ásök­un­um um fjár­drátt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka