Íhugar að afnema nafnalög

Ólöf Nordal innanríkisráðherra.
Ólöf Nordal innanríkisráðherra. mbl.is/Golli

„Ég hef hugsað um þetta lengi og mér finnst skipta máli að fólk fái að ráða málum sínum sjálft. Auðvitað vilja foreldrar fá að ráða hvað barnið þeirra á að heita.“

Þetta segir Ólöf Nordal innanríkisráðherra sem kallar nú eftir sjónarmiðum almennings um hugsanlega endurskoðun mannanafnalaganna.

Á vefsíðu innanríkisráðuneytisins eru lagðir fram þrír möguleikar til umræðu og skoðanaskipta um málið; að lögin verði ekki endurskoðuð, að á þeim verði gerðar tilteknar breytingar og í þriðja lagi að allar takmarkanir á nafngjöf verði felldar úr lögum. Niðurstöðurnar hyggst Ólöf nýta til að meta hvort lagðar verði til breytingar á gildandi lögum, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert