Ögmundur sendir Hönnu Birnu ítrekun

Hanna Birna Kristjándóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra. Hún sagði af sér ráðherradómi …
Hanna Birna Kristjándóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra. Hún sagði af sér ráðherradómi í nóvember sl. mbl.is/Kristinn

Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis hefur sent ítrekun til Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrrverandi innanríkisráðherra, á boði um að mæta á fund nefndarinnar í tengslum við lekamálið svokallaða.

Þetta kemur fram á vef Alþingis.

Í ítrekunarbréfi sem Ögmundur Jónasson, formaður nefndarinnar, hefur skrifað er farið fram á að nefndinni berist svar fyrir næsta fund hennar sem verður 17. mars nk. 

Bréfið er svohljóðandi:

„Hinn 22. janúar ritaði ég þér sem fyrrverandi innanríkisráðherra bréf fyrir hönd stjórnskipunar og eftirlitsnefndar Alþingis i tengslum við svonefnt „lekamál". Áður hafðir þú komið fyrir nefndina vegna umfjöllunar hennar um málið í tengslum við meðferð gagna í ráðuneytinu.

Í fyrrnefndu bréfi kom fram að þetta mál hefði ítrekað verið tekið til um fjöllunar í þingsal. Þætti mörgum þingmönnum að þar hafi komið fram af þinni hálfu fullyrðingar sem væru mótsagnakenndar eða hefðu hreinlega ekki fengið staðist.

Þá kom fram að innan stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar hefðu komið fram óskir um að þú kæm ir á fund nefndarinnar til að gera grein fyrir sýn þinni á þetta mál og svara spurningum nefndarmanna um framgöngu þína.

Í bréfinu var þér boðið að mæta á fund nefndarinnar í framangreindum tilgangi. Óskað var eftir því að þú gerðir nefndinni skriflega grein fyrir því hvort þú hyggðist verða við þessum óskum. Þar sem ekkert svar hefur borist er erindið hér með ítrekað og óskað eftir þvi að nefndinni berist svar fyrir næsta fund hennar sem verður þriðjudaginn 17. mars n.k.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert