Fjölþjóðlegt á Iceland Winter Games

Verðlaunahafar í Iceland Winter Games.
Verðlaunahafar í Iceland Winter Games. Mynd/Iceland Winter Games

Í gær fór fram freeski- og snjóbrettakeppnin Iceland Winter Games í Hlíðafjalli á Akureyri. Er þetta í annað sinn sem mótið er haldið og var keppnin í ár gullmót á AFP mótaröðinni. Keppendurnir komu frá sjö löndum og var samkeppnin hörð. 

Í opnum flokki freeski sigraði Siver Voll frá Noregi en skemmst er frá því að segja að hann sigraði einnig sömu keppni í fyrra. Í öðru sæti varð Robby Franco frá Bandaríkjunum og í þriðja Noah Wallace, samlandi hans. 

Í keppni byrjenda, þ.e. 13 ára og yngri, sigraði Myles B. Barrett frá Bandaríkjunum. Hann var staddur hér á landi til þess að taka þátt í keppninni ásamt vinum sínum úr skíðaskólanum Gold Academu. Bræðurnir Gauti og Guðjón Guðmundssynir lenti í öðru og þriðja sæti. 

Í opnum flokki á snjóbretti sigraði Einar Rafn Stefánsson. Hann hefur verið í námi í Salem-skólanum í Svíþjóð og þykir gríðarlegt efni. Í öðru sæti varð Dagur Elí Guðnason og í því þriðja varð Sölvi Valdimarsson. 

Í flokki byrjenda 12-15 ára sigraði Logi Mayer. Í öðru sæti varð Marinó Kristjánsson og í því þriðja varð Baldur Vilhelmsson. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert