Her manna vinnur á þakinu

Hluti þaksins á Egilshöll fauk á laugardag.
Hluti þaksins á Egilshöll fauk á laugardag. mbl.is/Golli

„Það á enn eftir að meta hversu mikið tjón varð í óveðrinu, og svo á eftir að koma í ljós hvernig húsið kemur undan þessu,“ segir Egill Gómez, forstöðumaður Egilshallar, en tæplega þúsund fermetrar af þakdúk hallarinnar rifnuðu af í stormviðri laugardagsins.

Vinna við að fjarlægja lausar plötur og leggja nýjan dúk á þakinu gat ekki haldið áfram í gærkvöldi og nótt vegna fárviðris. Að sögn Egils hefur þó verið „her manna“ á þakinu síðan í morgun, og miðar öllu vel áfram. 

Nokkuð vatnstjón varð í höllinni þar sem mikið lak um helgina, en að sögn Egils hefur lekinn minnkað mikið. Hann segir nóttina hafa farið í það að koma í veg fyrir frekari leka innandyra, og nú sjái hann fram á að starfsemin geti gengið sinn vanagang. 

„Það er auðvitað búið að loka vissum svæðum af, en við reynum að hafa opið og alla starfsemi í gangi,“ segir hann. „Þetta hefði mátt vera betra en þetta er allt á réttri leið samt.“

Þakdúkur af Egilshöll gerir lítið gagn eftir að hann fauk …
Þakdúkur af Egilshöll gerir lítið gagn eftir að hann fauk af húsinu. mbl.is/Golli
Barna­sæti Sam­bíó­anna voru í gær notuð til að grípa dropa.
Barna­sæti Sam­bíó­anna voru í gær notuð til að grípa dropa. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert