Hvasst víða um land

Strætó á Skothúsvegi
Strætó á Skothúsvegi Árni Sæberg

Vegir á Suðurlandi eru nánast auðir en hálkublettir eru þó á Hellisheiði og Mosfellsheiði.

Það er víða hvasst á Vesturlandi. Hálkublettir eru á Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxárdalsheiði en snjóþekja á Fróðárheiði.

Það er einnig hvasst á Vestfjörðum og víða snjóþekja eða krapi. Versnandi færð er á Hálfdáni og orðið þungfært. Þæfingsfærð er á Klettshálsi og unnið áfram að mokstri.

Vegir eru að mestu auðir á Norðurlandi en þó er sumstaðar nokkur hálka eða snjóþekja, einkum á fjallvegum. Miklar vindhviður hafa verið á Siglufjarðarvegi.

Á Austurlandi er víðast greiðfært en sumstaðar hálkublettir á fjallvegum. Varað er við sandfoki við Hvalnes.

Ekki hefur verið hægt að fljúga innanlands í morgun en veðrið er að ganga niður og verður væntanlega farið að fljúga á ný eftir hádegi.

Strætó:

Leið 57 - Akureyri/Reykjavík kl 10.15 fellur niður vegna veðurs. Ferðin kl. 16.20 er í athugun.

Leið 57 - fer frá Mjódd á Akranes kl 09.00. Ferðin Reykjavík/Akureyri kl. 17.30 er í athugun.

Leið 88 - Grindavík/Grindavíkurafleggjari-ferðir fyrir hádegi falla niður. Athugað verður með ferðina kl. 15.55.

Leið 58 - Borgarnes/Stykkishólmur - fyrri ferð fellur niður vegna veðurs. Athugað verður með seinni ferðina um klst. fyrir brottför frá Stykkishólmi.

Allar aðrar leiðir aka samkvæmt áætlun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert