Öll áheitin frá flatböku

Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson.
Aron Pálmarsson og Guðjón Valur Sigurðsson. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Handboltalandsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Aron Pálmarsson há nú harða hildi, en þó í göfugum tilgangi. Keppa þeir um hvor þeirra safnar fleiri áheitum í Mottumarskeppninni. Öll áheitin sem Aron hefur fengið fram að þessu eru frá Íslensku flatbökunni, pítsustað Guðjóns Vals.

Eins og stendur er fyrirliðinn með forskot í keppni þeirra félaganna. Hann hefur safnað 182.500 krónum þegar þessi orð eru skrifuð á móti 155.000 krónum Arons.

Það var Guðjón Valur sem skoraði á Aron Pálma í keppni: Hvor þeirra gæti safnað meira fyrir Mottumarsátakið. Partur af áskoruninni var að keppa í sölu á flatbökum á Íslensku flatbökunni.

Þeir hafa báðir hannað sína eigin pítsu sem fæst á 1.800 kr. með gosi. 500 kr. af hverri seldri böku fer svo inn á styrktarsíður þeirra á mottumars.is.

Þeir sem kaupa pítsuna „Þá mottuðu“ lenda svo í potti þar sem dregin verður út ein Kiel-treyja frá Aroni og ein Barcelona-treyja frá Guðjóni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert