Skólpdælustöðin við Skeljanes hefur verið á yfirfalli síðastliðna sólarhringa vegna mikilla rigninga og hláku. Því er hætta á að saurgerlamengun í sjó verði yfir viðmiðunarmörkum næstu daga.
Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík vill af þessum sökum ráða fólki frá því að synda í sjónum í Fossvogi, að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.