Stjórnarandstaðan með rangfærslur

Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra
Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra

Stjórn­ar­andstaðan, full­trú­ar minni­hlut­ans á Alþingi, hafa fundið hjá sér hvöt til að senda for­ystu Evr­ópu­sam­bands­ins bréf þar sem staða aðild­ar­um­sókn­ar á Alþingi er skrum­skæld á ýmsa vegu. Nauðsyn­legt er að gera at­huga­semd við verstu rang­færsl­urn­ar, seg­ir í aðsendri grein ut­an­rík­is­ráðherra, Gunn­ars Braga Sveins­son­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

„Í bréf­inu er látið í veðri vaka að álykt­un Alþing­is frá 16. júlí 2009 lýsi ríkj­andi af­stöðu á Alþingi og hafi ein­hvers kon­ar laga­gildi sem rík­is­stjórn­inni sé óheim­ilt að víkja frá. Ekk­ert er fjær sanni. Þessi álykt­un var samþykkt að frum­kvæði þeirr­ar rík­is­stjórn­ar sem þá sat og fól í sér póli­tíska stuðnings­yf­ir­lýs­ingu við þau áform henn­ar að sækja um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Áhrif álykt­un­ar­inn­ar voru því fyrst og fremst póli­tísks eðlis en ekki laga­legs. Í ljósi þess hvaðan frum­kvæðið kom er ekki örgrannt um að til­gang­ur­inn hafi öðru frem­ur verið að þétta eig­in raðir, en dugði þó ekki til.

Þýðing og áhrif þings­álykt­ana

Stjórn­laga­fræðing­ar hafna því al­mennt – bæði í ræðu og riti – að þings­álykt­an­ir hafi laga­lega bind­andi áhrif. Af lög­mæt­is­regl­unni leiðir að ein­göngu með laga­setn­ingu verður póli­tísk­um stefnumiðum umbreytt í gild­andi rétt. Jafn­vel þótt þings­álykt­an­ir hafi ekki laga­lega þýðingu leiðir af þing­ræðis­regl­unni að þær geta haft mikla póli­tíska þýðingu og að því leyti virkað sem fyr­ir­mæli til rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Af þing­ræðis­regl­unni leiðir hins veg­ar að póli­tísk áhrif þings­álykt­ana hald­ast í hend­ur við þann þingstyrk sem að baki þings­álykt­un býr. Ef þingstyrk­ur dvín­ar eða hverf­ur, hlýt­ur þýðing fyr­ir­mæla sem í álykt­un­inni kunna að vera fólg­in að breyt­ast í sam­ræmi við það og eft­ir at­vik­um fjara út. Fram­kvæmd þings­álykt­un­ar sem varðar um­deilt póli­tískt mál get­ur þannig verið und­ir því kom­in að viðkom­andi stefnu­mál njóti til­skil­ins stuðnings í þing­inu. Póli­tísk þýðing þings­álykt­un­ar helst í hend­ur við þann meiri­hluta sem er í þing­inu hverju sinni og trygg­ir að völd og ábyrgð fari sam­an. Í kerfið sjálft er þannig inn­bygð ákveðin tækni­leg út­færsla lýðræðis­legra stjórn­ar­hátta. Án henn­ar er hætt við að stefna rík­is­stjórn­ar hverju sinni ætti erfitt upp­drátt­ar og þing­ræðið yrði í raun lít­ils virði.

Staða ESB-þings­álykt­un­ar

Að þessu at­huguðu hef­ur ESB-þings­álykt­un­in frá 2009 ein­göngu póli­tíska þýðingu en ekki laga­lega. Sá meiri­hluti sem að henni stóð og þau stefnu­mál sem hann stóð fyr­ir féll í kosn­ing­un­um 2013. Sú rík­is­stjórn sem þá tók við verður ekki knú­in til að fylgja eft­ir þeim álykt­un­um sem fyrri rík­is­stjórn fékk samþykkt­ar í tíð meiri­hluta sem er ekki leng­ur fyr­ir hendi. Það sam­ræm­ist ekki lýðræðis­leg­um stjórn­ar­hátt­um ef hún væri bund­in af að fylgja eft­ir stefnu­mál­um fyrri rík­is­stjórn­ar. Áhrif ESB-álykt­un­ar­inn­ar eru því þau sömu og áhrif rík­is­stjórn­ar­inn­ar sem að henni stóð, þau fjöruðu út um leið og þeim var hafnað af kjós­end­um. Það er tíma­bært að full­trú­ar minni­hlut­ans átti sig á þess­um leik­regl­um lýðræðis­ins og virði þær í stað þess að slá ryki í augu al­menn­ings og alþjóðastofn­un­ar á þann hátt sem bréf þeirra er til marks um.

Sam­ráð við ut­an­rík­is­mála­nefnd

Bréf­rit­ar­ar halda því einnig fram að rík­is­stjórn­in hafi van­rækt að hafa lög­bundið sam­ráð við ut­an­rík­is­mála­nefnd um meiri­hátt­ar ut­an­rík­is­mál áður en er­indi rík­is­stjórn­ar­inn­ar til stækk­un­ar­stjóra og for­mennsku­rík­is Evr­ópu­sam­bands­ins var sent.

Að því gefnu að meðferð um­sókn­ar um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu telj­ist meiri­hátt­ar ut­an­rík­is­mál þrátt fyr­ir að hafa legið í lág­inni síðan fyrri rík­is­stjórn stöðvaði aðild­ar­ferlið fyr­ir rúm­um tveim­ur árum, hef­ur afstaða rík­is­stjórn­ar­inn­ar til um­sókn­ar­inn­ar verið öll­um ljós. Hún hef­ur margoft verið rædd í ut­an­rík­is­mála­nefnd, þ. á m. þegar hléi fyrri rík­is­stjórn­ar var fram haldið, þegar samn­inga­nefnd­in og -hóp­arn­ir voru leyst­ir frá störf­um, þegar fram­kvæmda­stjórn­in féll frá samn­ings­bund­um fé­greiðslum til ým­issa aðlög­un­ar­verk­efna (IPA-styrk­ir) og nú síðast þegar þings­álykt­un­ar­til­laga um að draga aðild­ar­um­sókn­ina til baka var til meðferðar á síðasta þingi. Það er því fjarri öllu lagi að halda því fram að sú afstaða sem nú hef­ur verið áréttuð við fram­kvæmda­stjórn og ráð ESB hafi ekki verið rædd við ut­an­rík­is­mála­nefnd. Bréfið fel­ur ein­göngu í sér aðra út­færslu á þeim áform­um sem í þings­álykt­un­ar­til­lög­unni voru fólg­in. Málið hef­ur margoft verið til umræðu í ut­an­rík­is­mála­nefnd og sam­ráðsskylda sam­kvæmt þing­skap­a­lög­um er því að fullu upp­fyllt.

Bréf stjórn­ar­and­stæðinga hef­ur að geyma fleiri rang­færsl­ur og mis­sagn­ir sem ég hirði ekki um að leiðrétta hér. Það sem meg­in­máli skipt­ir er að með bréfi rík­is­stjórn­ar­inn­ar hef­ur enda­punkt­ur­inn verið sett­ur aft­an við um­sókn­ar­ferli sem gang­sett var án þess að full­ur hug­ur fylgdi máli og nýt­ur ekki meiri­hluta stuðnings á Alþingi. Lýðræðis­legt umboð og stjórn­skipu­leg­ar heim­ild­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru hafn­ar yfir vafa og byggja á stefnu sem öll­um hafa lengi verið ljós­ar, jafnt ut­an­rík­is­mála­nefnd sem öðrum.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka