„Við gerðum ekkert rangt“

Alfreð Örn Clausen
Alfreð Örn Clausen Saksóknarinn í San Bernandino-sýslu

„Þetta er mjög flókið og skrítið mál en við gerðum ekkert rangt,“ sagði Alfreð Örn Clausen í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins í kvöld en hann er eftirlýstur af lögreglunni í San Bernardino í Kaliforníu fyrir meint stórfelld fjársvik. Tveir samstarfsmenn hans í Bandaríkjunum hafa þegar verið teknir höndum.

Frétt mbl.is: Leitað vegna stórfelldra fjársvika

Alfreð sagði ennfremur aðspurður að hann hefði verið hér á landi síðan á síðasta ári. Hann sagðist vita af því að hann væri eftirlýstur í Bandaríkjunum. Spurður hvort hann ætlaði að gefa sig fram við lögreglu hér á landi sagðist hann ekki eftirlýstur hér á landi. En ef lögreglan vildi fá einhverjar upplýsingar frá honum gæti hún verið í sambandi við hann.

Saksóknari San Bernardino hvatti fólk í dag á Twitter-síðu sinni til þess að veita upplýsingar um ferðir Alfreðs, bæði á ensku og íslensku. Svo virðist sem ýmsir hafi brugðist við hér á landi en embættið setti inn færslu í kvöld þar sem öllum á Íslandi sem hafi sent upplýsingar um hann eru færðar þakkir.

If you have information regarding Alfred Clausen's whereabouts, contact realestate@sbcda.org

Thank you to everybody in <a href="https://twitter.com/hashtag/Iceland?src=hash">#Iceland</a> who has responded to our request for information regarding <a href="https://twitter.com/hashtag/AlfredClausen?src=hash">#AlfredClausen</a>

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert