Ný lægð nálgast

Vindaspáin kl.20 í kvöld.
Vindaspáin kl.20 í kvöld. mynd/Veðurstofa Íslands

Það mun hvessa og snjóa á fjallvegum með skilum nýrrar lægðar sem nálgast, en væg hláka verður á láglendi að sögn veðurfræðings Vegagerðarinnar. Á veginum austur fyrir fjall verður snjómugga upp úr miðjum degi sem fer vaxandi.

Undir kvöld er reiknað með austan 15-20 m/s, nokkru kófi og takmörkuðu skyggni. Eins á fjallvegum vestanlands og síðar í kvöld einnig vestur á fjörðum og norður í landi. Hlánar á Hellisheiði um eða eftir miðnætti, að því er segir í tilkynningu frá Vegagerðinni.

Færð og aðstæður

Hálkublettir eru á Hellisheiði, Þrengslum og Mosfellsheiði en annars eru vegir á Suðurlandi víðast hvar greiðfærir.

Á Vesturlandi og Vestfjörðum eru hálkublettir á nokkrum leiðum en snjóþekja á Fróðárheiði og hálka á Vatnaleið, Kleifaheiði, Hálfdán, Gemlufallsheiði og Steingrímsfjarðarheiði.

Vegir eru að mestu auðir á Norðurlandi eða allt austur að Mývatni er þar fyrir austan er hálka eða hálkublettir.

Það er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum á Austurlandi en snjóþekja á nokkrum útvegum.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert