Píratar hafa bætt við sig miklu fylgi frá því í síðustu könnun MMR, sem lauk 19. febrúar og mælast nú með mest fylgi allra flokka á Íslandi, en tekið er fram að munur á fylgi Pírata og Sjálfstæðisflokksins sé þó innan tölfræðilegra vikmarka. Fylgi Pírata mældist nú 23,9% en Sjálfstæðisflokkurinn nýtur 23,4% stuðnings.
Fylgi Pírata mældist nú 23,9%, borið saman við 12,8% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 23,4%, borið saman við 25,5% í síðustu könnun.
Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,5%, borið saman við 14,5% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 11,0%, borið saman við 13,1% í síðustu könnun. Fylgi Vinstri-grænna mældist nú 10,8%, borið saman við 12,9% í síðustu könnun. Fylgi Bjartrar framtíðar mældist nú 10,3%, borið saman við 15,0% í síðustu könnun.
Fylgi annarra flokka mældist undir 2%.
Stuðningur við ríkisstjórnina mældist nú 33,4% en mældist 36,4% í síðustu mælingu (sem lauk þann 19. febrúar s.l.) og 34,1% í janúar s.l. (lauk 29. janúar).
Könnunin var framkvæmd dagana 13. til 18. mars 2015 og var heildarfjöldi svarenda 969 einstaklingar, 18 ára og eldri.