Ábendingum um holur í gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins, og tjón af þeirra völdum, rignir inn til sveitarfélaganna, Vegagerðarinnar og tryggingarfélaga.
Skipta þessar tilkynningar orðið hundruðum og eru frá áramótum orðnar langtum fleiri en á öllu síðasta ári.
Rekstrarstjóri á einni hverfastöð borgarinnar hefur ekki séð verra ástand gatna á sínum 43 ára starfsferli, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.