Bestu skilyrðin á Íslandi

Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness segir að bestu skilyrðin til að fylgjast með sólmyrkvanum í dag hafi verið á Íslandi. Þau hafi verið mun betri hér en í Færeyjum og á Bretlandseyjum.

Mörg þúsund manns komu saman við Háskóla Íslands til að fylgjast með myrkvanum. Þar var Sævar og lýsti því sem fram fór. Stjörnuskoðunarfélagið hafði komið mörgum stjörnukíkjum fyrir við aðalbyggingu háskólans þar sem fólk gat fengið að sjá myrkvann. Aðrir urðu þó að láta sér nægja að setja upp sólmyrkvagleraugun og fylgjast með.

Sævar segist vera ótrúlega ánægður með daginn. Allt hafi farið fram úr hans björtustu vonum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert