Fleiri þúsundir ferðamanna fylgdust með sólmyrkvanum í Færeyjum og á Svalbarða þar sem almyrkvi sást. Það var hins vegar ekki heiðskírt í Færeyjum og til þess að tryggja það að þeir myndu sjá sólmyrkvann sem best leigðu 50 Danir Boeing 737 þotu og flugu yfir Færeyjar.
Í 11 kílómetra hæð erum við nokkuð öryggir um að það verða engin ský sem skyggja á sólina, segir John Valentin Mikkelsen kennari frá Árósum sem hafði bókað ferð með flugvélinni.