Jaaaaaaaaaaa á Svalbarða

Sólmyrkvi í Færeyjum
Sólmyrkvi í Færeyjum

Fleiri þúsundir ferðamanna fylgdust með sólmyrkvanum í Færeyjum og á Svalbarða þar sem almyrkvi sást. Það var hins vegar ekki heiðskírt í Færeyjum og til þess að tryggja það að þeir myndu sjá sólmyrkvann sem best leigðu 50 Danir Boeing 737 þotu og flugu yfir Færeyjar.

Í 11 kílómetra hæð erum við nokkuð öryggir um að það verða engin ský sem skyggja á sólina, segir John Valentin Mikkelsen kennari frá Árósum sem hafði bókað ferð með flugvélinni. 

Fargjaldið var rúmar 314 þúsund krónur en þeir sem eru spenntastir fyrir slíkum sólmyrkvum láta það ekki stöðva sig.
En útsýnið var hins vegar stórkostlegt hjá þeim sem fylgdust með á Svalbarða eins og fyrirsögnin á Svalbardposten sýnir: Jaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaaa.
Forsíðan á Svalbard posten
Forsíðan á Svalbard posten Skjáskot af Svalbardsposten
Fylgst með sólmyrkva í Færeyjum
Fylgst með sólmyrkva í Færeyjum
Sólmyrkvi í Færeyjum
Sólmyrkvi í Færeyjum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert